Íslensk stjórnvöld og Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ODIHR) hafa gert með sér samkomulag um þjálfun lögreglumanna og ákærenda hér á landi vegna hatursglæpa. Ásamt innanríkisráðherra, skrifa ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri undir samkomulagið.

Í því felst að ODIHR tekur að sér að halda hér á landi sérsniðin námskeið fyrir leiðbeinendur úr hópi...
View details ⇨

Samkomulag við ÖSE um þjálfun lögreglu og ákærenda vegna hatursglæpa

innanrikisraduneyti.is
Samkvæmt bráðabirgðatölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þá kemur árið ágætlega út hvað afbrot varðar, en bæði hegningarlaga- og sérrefsilagabrotum fækkar frá árinu 2015 og sama gildir um umferðarlagabrot. Auðgunarbrot voru rúmlega helmingur allra skráðra hegningarlagabrota, en ástæða er til að nefna að innbrotum fækkaði um 22% árið 2016 frá árinu á undan, eða um 238 brot.

Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2016 – bráðabirgðatölur | Lögreglan

logreglan.is
Við minnum á að bálköst skal ekki staðsetja þar sem hætta er á að eldur eða neistaflug geti kveikt í gróðri, t.d. sinu.

Leiðbeiningar um bálkesti og brennur | Lögreglan

logreglan.is
Við minnum á að óheimilt er að breyta á nokkurn hátt skoteldi þannig að hann hljóti aðra eiginleika en framleiðandi hans ætlaðist til. Við meðferð og vörslu skotelda skal ítrustu varúðar gætt og ætíð farið eftir skráðum leiðbeiningum.

Úr reglugerð um skotelda | Lögreglan

logreglan.is
Afbrotatölfræði fyrir höfuðborgarsvæðið árið 2015 komin út– Skráðum fíkniefnabrotum fækkar í fyrsta skipti í níu ár

Skýrslan Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2015 er komin út í tíunda sinn í þessari mynd. Í skýrslunni er fjallað um tíðni afbrota á höfuðborgarsvæðinu, en markmiðið er m.a. að halda árlega skrá yfir afbrot í umdæminu og mæla þróun í afbrotatíðni milli ára.

Á heildina litið þá...
View details ⇨

Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2015

issuu.com
Sýnileiki hefur áhrif á viðhorf almennings til starfa lögreglu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt skýrslu með niðurstöðum úr árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim. Skýrsluna má nálgast hér. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að mikill meirihluti höfuðborgarbúa telja lögregluna skila góðu starfi við að stemma stigu við afbrotum auk þess að...
View details ⇨

Viðhorf til lögreglu, ótti við afbrot og reynsla af þeim

issuu.com
Það er ekki úr vegi, sérstaklega þar sem svartasta skammdegið ræður nú ríkjum, að deila þessu innleggi frá Samgöngustofu. Æði margir hafa nefnilega nefnt þetta atriði við okkur og vilja vitundarvakningu meðborgara sinna í umferðinni.

Góðar stundir.

Ökuljós skulu kveikt

samgongustofa.is
Falsaðir 10000 krónu seðlar voru notaðir til að greiða fyrir veitingar á matsölustað í miðborginni í síðustu viku, en málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fyrr í mánuðinum kom annað slíkt mál á borð lögreglu, en þá var karl handtekinn eftir að hafa ætlað að greiða fyrir viðskipti á bensínstöð í austurborginni með fölsuðum 10000 króna seðli. Þar leiddi árverkni...
View details ⇨

Seðlabankinn - Seðlar í gildi

sedlabanki.is
Tilkynningum um ofbeldisbrot fjölgar
Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir októbermánuð 2016 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og breytingar metnar út frá staðalfrávikum. Auk þess sem tölur það sem af er ári eru bornar saman við sama tímabil síðustu...
View details ⇨

Mánaðarskýrsla LRH - október 2016

issuu.com
Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir septembermánuð 2016 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og breytingar metnar út frá staðalfrávikum. Auk þess sem tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Í september var skráð...
View details ⇨

Mánaðarskýrsla LRH - september 2016

issuu.com
„Ný stjórnstöð aðgerðarstjórnar höfuðborgarsvæðisins sannaði heldur betur gildi sitt í síðustu viku þegar brugðist var við alvarlegu hópslysi þegar rúta með 40 erlenda ferðamenn hafnaði utan vegar og valt. Vinnan í nýju stjórnstöðinni gekk einstaklega vel og sama mátti segja um aðgerðir á vettvangi slyssins við Þingvallaveg. Nýja stjórnstöðin í Skógarhlíð var prufukeyrð á flugslysaæfingu...
View details ⇨

Ein stjórnstöð og góð yfirsýn

mbl.is
Rúmlega 300 manns voru handteknir í alþjóðlegum lögregluaðgerðum Europol og samstarfsaðila stofnunarinnar á dögunum. Um er að ræða samstarfsverkefni undir heitinu Operation Ciconia Alba þar sem ráðist hefur verið gegn skipulagðri brotastarfsemi um allan heim. Í aðgerðunum núna, sem stóðu yfir í eina viku, var m.a. lagt hald á meira en 2 tonn af kókaíni. Flestir hinna handteknu, eða tæplega 200...
View details ⇨

Global operation Ciconia Alba delivers major blow to organised crime | Europol

europol.europa.eu
Það hvessir heldur í kvöld frá því sem verið hefur og reikna má með snörpum hviðum 30-35 m/s frá því upp úr kl. 19-21 á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi. Dregur aftur úr vindi í nótt. Ágætt er líka að hafa í huga að veggrip er mun lakara á umræddum vegum í því vatnsveðri sem nú gengur yfir.

Increasing wind expected generally and locally heavy rain until morning....
View details ⇨

vedur.is
Í byrjun næsta árs tekur til starfa þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Hún verður til húsa í Bjarkahlíð í Bústaðahverfi, en viljayfirlýsing samstarfsaðila verkefnisins var undirrituð í síðustu viku.

reykjavik.is
Spáð er heldur hressilegri rigningu næstu daga og því er upplagt að hreinsa núna vel frá niðurföllum svo koma megi í veg fyrir skakkaföll sem annars kynnu að hljótast af vatnsveðrinu.

almannavarnir.is
Að gefnu tilefni minnum við á útivistartíma barna og unglinga, en 12 ára börn og yngri mega nú vera úti til klukkan 20.00 og 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22.00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. Foreldrum/forráðamönnum er að sjálfsögðu heimilt...
View details ⇨

Útivistartími barna og ungmenna

reykjavik.is
Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna margvíslegan fróðleik um umferðina sem áhugavert er að kynna sér, en í gær var t.d. birt þar frétt um útlit fyrir metaukningu umferðar á landinu í ár. Umferðin á Hringveginum jókst mikið, en annars má sjá aukningu í öllum landssvæðum. Sett var nýtt umferðarmet í september frá því að þessi samantekt hófst árið 2005, þ.e. aldrei hafa fleiri ökutæki farið...
View details ⇨

vegagerdin.is
Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir ágústmánuð 2016 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Í ágúst voru skráðar 626 tilkynningar um hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu,...
View details ⇨

issuu.com
Sitt sýnist hverjum um störf lögreglunnar, en oftar en ekki fær hún góða útkomu hjá almenningi þegar spurt er um traust til stofnana. Nú virðist hróður íslensku lögreglunnar hafa borist út fyrir landsteinana, en á vefsíðunni infotainworld er hún sögð vera í fremstu röð. Það fannst okkur gaman að lesa um þótt við vitum ekki nákvæmlega hversu vísindalegum aðferðum var beitt til að komast að...
View details ⇨

infotainworld.com
Ýmislegt ber að varast þegar tölvur eru annars vegar, en óprúttnir aðilar eru iðulega að reyna að komast yfir viðkvæm gögn hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Á lögregluvefnum er frétt sem þessu tengist, en í henni er vakin athygli á upplýsingasíðu um svokallað „ransomware“ en slík tölvubrot eru mikið vandamál í Evrópu.

Upplýsingasíða um svokallað „ransomware“ | Lögreglan

logreglan.is